Afhending mun hefjast 20. nóvember – Dagatöl verða framleidd og afhent í þeirri röð sem þau eru pöntuð.
Einn skammtur af hágæða íslensku handverksöli fyrir hvern desemberdag fram að jólum. Í kassanum eru 24 flöskur eða dósir af bjór frá öllum helstu íslensku smábrugghúsunum í fallegum sérhönnuðum pakka. – Við mælum að sjálfsögðu með að hann sé geymdur kaldur til að viðhalda hámarksgæðum.
Fjöldinn allur íslenskra handverksbrugghúsa brugguðu þessa 24 skammta fyrir dagatalið. Ástin og jólastemmningin réði ríkjum við gerð alls þessa bjórs og við hjá Bjórlandi ábyrgjumst að hin þjóðlegu bjórlensku systkin, Stútur, Gerskefill, Kollukrækja, Ölkrækja, Bruggaraskelfir, Dósasleikja, Mjaðarsníkja, Bjórsvelgur, Kranasuga, Krúsahvolfir, Humlaþefja, Skyrsúr og Grugggæi höfðu persónulega yfirsjón með framleiðslu hvers einasta dagatals – Í anda allavega.